Um okkar vafrakökur stefnu:

Þessi vafrakökustefna útskýrir hvað vafrakökur eru og hvernig við notum þær. Þú ættir að lesa þessa stefnu til að skilja hvað smákökur eru, hvernig við notum þær, tegundir kaka sem við notum, þ.e., Upplýsingarnar sem við söfnum með kökum og hvernig þær upplýsingar eru notaðar og hvernig hægt er að stjórna stillingum fyrir kökur. Nánari upplýsingar um hvernig við notum, geymum og höldum persónulegum gögnum þínum, sjá persónuverndarstefnu okkar.Þú getur hvenær sem er breytt eða afturkallað samþykki þitt frá vafrakökuyfirlýsingunni á vefsíðu okkar.Lærðu meira um hver við erum, hvernig þú getur haft samband við okkur og hvernig við vinnum persónulegar upplýsingar í persónuverndarstefnu okkar. Samþykki þitt á við um eftirfarandi lén: iFo.is

IFo ehf, Iðndal 23, 190 Vogar kt. 491009-0490, rekur og stjórnar vefsíðuna www.ifo.is þar sem hægt er að kaupa iFo-Gel vörurnar, gerast áskrifandi að fréttabréfunum okkar og skoða upplýsingar um þær og senda fyrirspurnir.

Þegar þjónustan er notuð kann Ifo ehf að vinna með persónuupplýsingar þínar, og er fyrirtækið ábyrgðaraðili vinnslunnar. Öll vinnsla persónuupplýsinga hjá félaginu fer fram í samræmi við persónuverndarlög á hverjum tíma, sbr. nú lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB sem er almenna persónuverndarreglugerðin.

Við hjá Ifo ehf virðum einkalíf þitt. Það er mikilvægt að þú lesir og skiljir persónuverndarstefnuna þar sem hún útskýrir hvernig við söfnum og notum persónulegar upplýsingar frá þér.

Fyrst og fremst nýtum við persónuupplýsingar frá þér til að veita og bæta þjónustuna. Við munum hvorki nota né deila upplýsingum þínum með neinum, nema okkur sé það heimilt og með þeim hætti sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og í hvaða tilgangi?

Við notkun þjónustunnar kunnum við að biðja þig um að veita okkur ákveðnar persónugreinanlegar upplýsingar, kallaðar „persónuupplýsingar“. Þær persónugreinanlegu upplýsingar sem farið er fram á eru mismunandi eftir því hvaða þjónustu er um að ræða.

Við leggjum í öllum tilvikum áherslu á að persónu upplýsingarnar séu nægjanlegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi og til samræmis við gildandi persónuverndarlöggjöf á hverjum tíma. Kunna upplýsingarnar til dæmis að vera okkur nauðsynlegar til að auðkenna viðskiptavini og hafa samband við þá; og til að inna þá þjónustu, sem óskað er eftir hverju sinni, af hendi.

Vefverslunin okkar:

Þegar þú kaupir vörur af okkur söfnum við nauðsynlegum upplýsingum til að við getum veitt þjónustuna og afgreitt pöntunina þína. Þar eru meðtaldar upplýsingar um pöntunina, tengiliðaupplýsingar og heimilisfang viðtakanda, símanúmer. Vinnsla upplýsinganna fer fram á grundvelli þess að það er nauðsynlegt til að efna samning okkar á milli

Áskrifandi að fréttabréfi:

Ef þú gerist áskrifandi að fréttabréfinu okkar þá vinnum við tengslaupplýsingar frá þér í þeim tilgangi að geta átt í samskiptum við þig. Upplýsingarnar eru unnar á grundvelli samþykkis frá þér.

Fyrirspurnir:

Þegar við fáum fyrirspurnir frá þér vinnum við tengslaupplýsingar þínar sem og upplýsingarnar sem þú sendir okkur til að við getum svarað. Upplýsingarnar eru unnar á þeim grundvelli að það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna, eða, eftir því sem við á, á grundvelli samþykkis frá þér.

Gögn og vafrakökur:

Þegar vafrað er um á vefsíðunni okkar kunnum við að safna skráningargögnum og vafrakökum, eins og nánar er lýst í þessari persónuverndarstefnu. Upplýsingar, sem safnað er með vafrakökum, að undanskildum markvafrakökum, og skráningargögnum, eru unnar á þeim grundvelli að það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar. Markvafrakökurnar eru unnar á grundvelli samþykkis frá þér.

Skráningargögn:

Við kunnum einnig að safna upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar. Þessi gögn geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.

Þar að auki kunnum við að nota þjónustu frá þriðja aðila, eins og Google Analytics, sem safnar, vaktar og greinir þessa tegund upplýsinga til að við getum bætt þjónustu okkar. Þessir þriðju aðilar hafa sína eigin persónuverndarstefnu sem snýr að því hvernig þeir nota slíkar upplýsingar.

Vafrakökur:

Vafrakökur eru skrár sem innihalda smávægilegt magn af upplýsingum, sem getur innihaldið nafnlaust og einstakt auðkenni. Vafrakökur eru sendar til vafrans þíns af vefsíðu og fluttar yfir í tölvuna þína. Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum sem við notum til að bæta þjónustu okkar við þig.

Þú getur stillt vafrann þannig að hann hafni öllum vafrakökum eða gefi til kynna þegar vafrakökur eru sendar. Hjálparmöguleikar á flestum vöfrum veita upplýsingar um hvernig eigi að samþykkja vafrakökur eða gera þær óvirkar, eða hvernig vafrinn getur gert þér viðvart þegar þú færð senda nýja vafraköku.

Ef þú hafnar vafrakökum gætir þú farið á mis við þjónustu sem við veitum og við mælum með að þú hafir kveikt á þeim.

Vafrakökur sem við notum

Nauðsynlegar vafrakökur Þetta eru ómissandi vafrakökur því þær gera þér kleift að fara um vefsíðuna og nota þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða, eins og að fara inn á örugg svæði. Án þeirra er ekki hægt að skrá þjónustu eða skrá sig inn. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum um þig sem hægt væri að nota til markaðssetningar eða muna hvar þú hefur verið á internetinu.

Aðgerðakökur Þessar vafrakökur safna upplýsingum um hvernig þú notar vefsvæði, til dæmis hvaða síður þú heimsækir oftast og hvort þú færð villuboð. Þær safna ekki upplýsingum sem bera kennsl á þig; allar upplýsingar eru nafnlausar. Upplýsingarnar eru eingöngu notaðar til að bæta virkni vefsíðunnar.

Virknikökur Þessar vafrakökur muna eftir vali þínu,eins og notandanafni, tungumáli eða því svæði sem þú ert á og veita persónulegri upplifun. Þær geta munað breytingar sem þú hefur gert á leturstærð, leturgerð og öðrum hlutum vefsíðna sem hægt er að laga að þínum þörfum. Þær geta einnig veitt þjónustu sem þú hefur beðið um, eins og að horfa á myndskeið eða gera athugasemdir við bloggfærslu. Hægt er að gera upplýsingarnar sem þær safna ópersónugreinanlegar. Þær geta ekki elt uppi þær vefsíður eða öpp sem þú skoðar.

Markkökur Þær koma auglýsingum og skilaboðum sem tengjast þér og þínum áhugamálum til þín. Stundum eru markkökur tengdar við aðrar síður, t.d. Facebook.

Þessar fjórar tegundir af vafrakökum eru síðan flokkaðar sem annaðhvort tímabundnar lotukökur eða til lengri tíma langtímakökur.

Greiningarkökur Við notum vafrakökur til að safna upplýsingum til að greina og taka saman notkunartölur vefsíðna án þess að bera kennsl á einstaka gesti með verkfærum eins og Google Analytics. Þetta hjálpar okkur að öðlast skilning á hvernig gestir, sem heimsækja vefsíðuna okkar, nota hana og koma með tillögur sem eru byggðar á vafrasögunni og virkni notanda.

Langtímakökur eru þær vafrakökur sem verða eftir í símanum eða tölvunni í tiltekinn tíma. Þær virkjast sjálfkrafa þegar þú ferð inn á tiltekna vefsíðu eða app.

Lotukökur tengjast aðeins í einni aðgerð. Þessi lota byrjar þegar vefsíðan eða appið er opnað og henni lýkur þegar síðunni eða appinu er lokað. Eftir það er vafrakökunni varanlega eytt.

Annar munur á ólíkum gerðum af vafrakökum er sá hvort vafrakaka er fyrsta aðila vafrakaka eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakaka er sett upp af vefsíðu iFo.is en þriðja aðila vafrakaka er sett upp af einhverjum öðrum.

Viljir þú eyða vafrakökum eða gefa vafranum þínum skipun um að eyða eða hafna vafrakökum, skaltu fara á hjálparsíður vafrans. Þú getur lesið allt um vefkökur á www.allaboutcookies.org.

Do Not Track:

Við styðjum „Do Not Track“.  „Do Not Track“ er sérstilling sem hægt er að setja inn á vafrann til að láta vefsíður vita að þú viljir ekki að ferill þinn verði rakinn. Þú getur heimilað eða aftengt „Do Not Track“ með því að fara á stillingarsíðurnar (Preferences eða Settings) í vafranum þínum.

Gögn til þriðja aðila:

Ifo ehf flytur ekki gögn til þriðja aðila, nema endlaþjónustan okkar aðeins aðgang að upplýsingum sem lúta að vöruafhendingu.
Aftur á móti geta vefkökur sent til þriðja aðila gögn. Ifo efh ber ekki ábyrð hvernig þeir nota gögnin.

Það að auki kunnum við að miðla persónuupplýsingum frá þér til opinberra aðila ef þess er krafist með lögum.

Samskipti:

Við kunnum að nota persónuupplýsingar frá þér til að hafa samband við þig með fréttabréfum, markaðs- eða kynningarefni og hvers konar upplýsingum sem við teljum að þú gætir haft áhuga á. Þú getur valið að hafna einhverju, eða öllu, af framantöldu með því að merkja við afskráningartengil eða fylgja leiðbeiningum sem koma með öllum tölvupósti frá okkur eða með því að hafa samband.

Varðveisla persónuupplýsinga:

Ifo ehf leitast við að hafa persónuupplýsingar þínar sem réttastast og áreiðanlegar og uppfæra þær eins og þörf krefur. Við geymum aðeins persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er og í samræmi við þann tilgang sem þeim var safnað, þ.m.t. til þess að uppfylla lagaskyldu og bókhaldsskyldu.

Öryggi Persónuupplýsinga:

Við leggjum ríka áherslu á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga. Við höfum því gripið til viðeigandi öryggisaðgerða, meðal annars tæknilegra og skipulegra ráðstafana, til að tryggja að persónuupplýsingar glatist ekki, komist í hendur þriðju aðila, eða taki breytingum. Við stýrum til að mynda aðgengi að upplýsingum og tryggjum að starfsmenn séu bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá félaginu. Það hvílir trúnaðarskylda á starfsmönnum, þrátt fyrir að látið sé af starfi.

Komi upp öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga, þar sem staðfest er eða grunur leikur á um að persónuupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila er Persónuvernd og eftir atvikum einstaklingum tilkynnt um öryggisbrest nema hann hafi ekki í för með sér mikla áhættu fyrir einstaklinga.

Persónuvernd barna:

Aðeins einstaklingar 18 ára og eldri hafa leyfi til að nota þjónustu okkar.

Þín réttindi í sambandi við okkar vinnslu

Þú hefur rétt til þess að fá aðgang að, að fá afrit af þeim persónuupplýsingum sem unnar eru hjá okkur, sem og upplýsingar um vinnsluna.

Í öllum tilvikum hefur þú rétt á að láta eyða persónuupplýsingum um þig, eða láta okkur takmarka vinnsluna. Þú hefur einnig rétt á að láta leiðrétta persónuupplýsingar um þig ef upplýsingarnar eru rangar og/eða ónákvæmar.

Þú getur einnig haft rétt á að fá þær persónuupplýsingar sem þú hefur veitt okkur á tölvutæku formi.

Þegar vinnsla er byggð á lögmætum hagsmunum okkar þá er alltaf hægt að mótmæla henni.

Réttindi þín eru hins vegar ekki allveg fortakslaus. Lög eða reglugerðir skyldað okkur til að hafna beiðni í heild eða að hluta. Hins vegar er réttur þinn til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna vegna beinnar markaðssetningar skilyrðislaus.

Ef þú ert óánægð(ur) með vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig þá er þér heimilt að leggja inn kvörtun til persónuverndaryfirvalda,

Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra eða gera breytingar á persónuverndarstefnu okkar hvenær sem er og við hvetjum þig til að skoða hana reglulega.

Ef við gerum breytingar á þessari persónuverndarstefnu þá látum við þig vita, annaðhvort með tölvupósti á það netfang sem þú hefur gefið okkur upp, eða með því að setja áberandi tilkynningu á heimasíðu okkar.

Hafðu samband:

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi þessa persónuverndarstefnu eða ef þú vilt nota þau réttindi sem lýst er í stefnunni, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum netfangið: info@ifo.is

 

 

Hvað eru vefkökur (Fótspor)?

 

Fótspor eru litlar textaskrár sem notaðar eru til að geyma smá upplýsingar. Fótsporin eru geymd í tækinu þínu þegar vefsíðunni er hlaðið í vafrann þinn. Þessar smákökur hjálpa okkur að láta vefsíðuna virka rétt, gera vefsíðuna öruggari, veita betri notendaupplifun og skilja hvernig vefurinn stendur sig og greina hvað virkar og hvar það þarf að bæta.

Shopping Cart